fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

Hitti átrúnaðargoð sitt eftir að hafa verið aðdáandi frá eins árs aldri – „Þetta var alveg stórkostleg stund“

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 13. júní 2022 17:30

Arnór Smári alsæll með átrúnaðargoði sínu, Passenger

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er þekktur frasi að fólk ætti aldrei að hitta átrúnaðargoð sín en það er ekki reynsla hins 10 ára gamla Arnórs Smára Gunnarssonar sem fékk að hitta hetjuna sína, enska tónlistarmanninn Michael David Rosenberg, sem betur er þekktur undir listamannsnafninu Passenger.

Tónlistarmaðurinn hélt tónleika í Hörpu í gær, sunnudaginn 12. júní, en þar var Arnór Smári mættur á fremsta bekk ásamt föður sínum, Gunnari Ágúst Ásgeirsson,, til þess að vera sem næst hetjunni sinni sem pilturinn hefur haldið upp á  frá eins árs aldri.

„Við flytjum vestur á firði þegar hann er um eins árs gamall og þá er lagið Let her go að tröllríða öllum vinsældalistum. Við tókum strax eftir því að Arnór Smári væri mjög músíkalskur og hann varð alveg hugfanginn af þessu lagi en tónlistarmyndbandið við það var spilað í gríð og erg á Skjá Einum á sínum tíma,“ segir Gunnar Ágúst.

Hann segir að aðdáun sonarins á tónlistarmanninum hafi svo aukist jafnt og þétt í gegnum árin. „Hann er gríðarlegur aðdáandi hans og ég held að það sé af því að hann skynjar bara að þetta er góður drengur, alveg eins og hann sjálfur. Arnór hlustar mikið á lögin hans á Spotify og fylgist spenntur með hann gefur út nýtt efni.“

Alltaf sama Passenger-afmæliskakan

Til marks um það fær tónlistarmaðurinn afhenta forláta afmælisköku í tónlistarmyndbandi við lagið 27. Lagið kom út í júní 2014 og síðan þá hefur Arnór, sem á afmæli í ágúst, fengið sambærilega afmælisköku hvert einasta ár.

Kakan úr myndbandi Passenger við lagið 27
Arnór Smári hefur gætt sér á Passenger-afmælisköku síðastliðin sjö afmæli

Eins og gefur að skilja varð því uppi fótur og fit hjá fjölskyldunni þegar tilkynnt var um að Passenger myndi stíga á stokk á Íslandi.

„Ég frétti af tónleikunum í mars og segi þá Arnóri frá þessu. Hann fór bara næstum því að gráta og þrábað mig um að fá að sitja fremst og vera eins nálægt átrúnargoðinu og hægt var,“ segir Gunnar.

Hann hafi fljótlega farið að velta fyrir sér hvort að möguleiki væri á því að gera enn betur og fá að hitta tónlistarmanninn stuttlega. „Ég fór að senda út skilaboð út um allt í apríl en fékk engin svör. Ég reyndi í raun og veru allt, prófaði meira að segja að senda skilaboð á Árnýju Margréti sem hitaði upp fyrir hann en ekkert gekk,“ segir Gunnar Ásgeir.

Hann var því orðinn úrkula vonar en nokkrum dögum fyrir tónleikana skrifaði hann svo skilaboð inn á Instagram-síðu Passenger og þá fóru hlutirnir að gerast hratt.

„Þá fóru erlendir aðdáendur að vekja athygli á málinu en mestu munaði um annan íslenskan aðdáanda, sem að eigin sögn komst þarna að því að hann er næst mesti Passenger-aðdáandi landsins á eftir syni mínum. Sá sendi skilaboð út um allt og náði svo loks í ljósmyndara sem var í teymi tónlistarmannsins hér á landi“ segir Gunnar.

Verður aðdáandi til lífsstíðar

Nokkrum klukkustundum fyrir tónleikana fékk Gunnar svo þau skilaboð að mögulega gætu Arnór Smári fengið að hitta átrúnaðargoð sitt fyrir tónleikana. „Við fórum út að borða og þá ákvað ég að ég yrði að segja honum hvað væri mögulega í vændum. Ég var hræddur um að hann fengi algjört áfall ef það gerðist upp úr þurru,“ segir Gunnar og hlær.

Eins og gefur að skilja var Arnór Smári afar spenntur og að endingu rættist draumurinn þegar feðgarnir fengu þau skilaboð að koma afsíðis í Hörpunni og hitta sjálfan Passenger.

Arnór Smári er mjög músíkalskur og ætlar að feta í fótspor Passenger í tónlistinni

„Þetta var alveg stórkostleg stund. Ég hélt mér bara til hlés og leyfði þeim að spjalla saman. Tónlistarmaðurinn heimþekkti spurði Arnór Smára mikið út í áhuga hans á tónlist og gaf honum gítarnögl. Þeir spjölluðu saman í um 15 mínútur og það var frábært að sjá hvað hann gaf sér góðan tíma og hafði mikinn áhuga á því að spjalla við son minn,“ segir Gunnar.

Að hans sögn var dagurinn því frábær upplifun fyrir Arnór Smára. „Hann er eiginlega búinn á því eftir þennan dag. Hann verður örugglega nokkra daga að jafna sig en það er alveg ljóst að hann verður aðdáandi Passenger alla ævi,“ segir Gunnar.

Hann segir þá feðga vera afar þakkláta fyrir þá sem að aðstoðuðu þá við að láta draum Arnórs Smára rætast. Ekki síst aðdáanda Passenger númer tvö hérlendis. „Sá aðili heilsaði upp á okkur á tónleikunum og sagði Arnóri Smára að pay it forward. Minn maður ætlar svo sannarlega að gera góðverk á móti,“ segir Gunnar.

Lagið með Passenger sem gerði Arnór Smára að aðdáanda

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þriggja hæða einbýlishús með einstökum bakgarði á 298 milljónir

Þriggja hæða einbýlishús með einstökum bakgarði á 298 milljónir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý svarar spurningunni sem brennur á fólki og segir að þetta verði næsti landsliðsþjálfari – „Hann er maðurinn“

Ellý svarar spurningunni sem brennur á fólki og segir að þetta verði næsti landsliðsþjálfari – „Hann er maðurinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrik Snær fer yfir frægðina – „Ég er gagnrýnni á sjálfan mig í dag“

Patrik Snær fer yfir frægðina – „Ég er gagnrýnni á sjálfan mig í dag“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ellý spáir fyrir Katrínu Jakobsdóttur – „Hún á eftir að vinna eitthvað á bak við tjöldin hér heima“

Ellý spáir fyrir Katrínu Jakobsdóttur – „Hún á eftir að vinna eitthvað á bak við tjöldin hér heima“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vigfús Bjarni þakklátur fyrir lífið eftir hjartaáfall – „Maður gerir sitt besta til að vera í æðruleysi“

Vigfús Bjarni þakklátur fyrir lífið eftir hjartaáfall – „Maður gerir sitt besta til að vera í æðruleysi“