fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Stakk af eftir að hafa keyrt niður erlendan ferðamann á rafskútu á Skólavörðustíg

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 13. júní 2022 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður á rafskútu á Skólavörðustíg keyrði niður erlenda ferðakonu á Skólavörðustíg um helgina. Konan slasaðist talsvert samkvæmt heimildum DV en eftir að hafa stumrað í stutta stund yfir konunni stakk ökumaður rafskútunnar af.

Atvikið átti sér stað um miðjan dag síðastliðinn laugardag. Í myndböndum af atvikunum úr öryggismyndavél sést að maður á leigðri rafskútu koma brunandi niður Skólavörðustíginn.  Á sama tíma ákveður ferðakonan að labba yfir götuna með þeim afleiðingum að harður árekstur verður. Konan fellur þá til jarðar og skellur með hnakkann í jörðina.

Ökumaðurinn stingur skyndilega af

Í myndbandinu má sjá að sá sem stýrði rafskútunni snýr tilbaka og stumrar yfir konunni ásamt öðrum sjónarvottum. Eftir um 20 sekúndur stendur hann svo upp og hugar að hjólinu sínu. Hann ákveður svo  láta sig hverfa og brunar af stað áfram niður Skólavörðustíginn. Er greinilegt í myndbandinu að aðrir sjónarvottar kalla á eftir honum en maðurinn lætur sér ekki segjast.

Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar, segir í samtali við DV að konan hafi ekki slasast alvarlega. Ástand hennar var metið af bráðaliðum en hún sagðist ætla að leita sér sjálf læknis ef verkir hennar ágerðust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi