Grétar Rafn Steinsson hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá úrvalsdeildarliði Tottenham. Verður hann yfir því sviði sem heldur utan um gögn sem tengjast frammistöðum leikmanna. The Athletic greinir frá þessu.
Grétar Rafn hefur undanfarna mánuði starfað sem tæknilegur ráðgjafi innan Knattspyrnusambands Íslands.
Þar áður starfaði hann hjá Everton þar sem hann sá um starf er sneri að þróun leikmanna.
Ljóst er að um afar stórt verkefni er að ræða enda Tottenham eitt af stærstu félagsliðum heims.
Grétar Rafn er fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu. Lék hann meðal annars í ensku úrvalsdeildinni sjálfur.
Þá á hann að baki 46 landsleiki fyrir Íslands hönd.