fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Kristrún: „Þessi málflutningur, þar sem siglt er undir fölsku velferðarflaggi, er hættulegur“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. júní 2022 13:27

Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er harðorð í garð ríkisstjórnarinnar í nýjum pistli á Vísir.is þar sem hún gerir fjármálaáætlunina að umtalsefni en hún verður afgreidd á Alþingi í vikunni.

„Líkt og fjármálaráð fjallar ítarlega um í umsögn sinni um fjármálaáætlun hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fjarlægt 41,6 milljarða kr. af tekjuhlið ríkisins með skattalækkunum undanfarinna ára,“ segir Kristrún, og setur þessa upphæð í samhengi: „Höfum í huga að 42 milljarðar króna er helmingur fjárhæðarinnar sem rennur til að Landspítalans árlega. Þetta er forgangsröðun sem jafnaðarfólki hugnast ekki. Þetta er sú pólitík sem yfirgnæfir öll önnur stefnumál þessarar ríkisstjórnar.“

Hún telur upp að fjölda atriða sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur lagt áherslu á, breytingar í formi almennra skattalækkana, lækkunar tryggingagjalds, hækkun á frítekjumarki erfðafjárskatts og lækkun bankaskatts, sem dæmi.

Stjórnvöld eigi að þjónusta íbúa landsins

„Allar breytingarnar eru í sömu átt; þær rýra tekjugrunn ríkissjóðs og þar með getu velferðarkerfisins til að standa undir grunnþjónustu,“ segir Kristrún og heldur áfram: „Vegna umræddrar forgangsröðunar í ríkisfjármálum stefnir í að tekjur ríkissjóðs undir lok tímabils fjármálaáætlunar verði þær lægstu á öldinni.“

Kristrún segir að markmið stjórnvalda eigi ekki að vera að ná jafnvægi í ríkisfjármálum, eins og víða heyrist hjá ríkisstjórnarflokkunum, heldur eigi markmið stjórnvalda að þjónusta íbúa landsins og hlúa að samfélaginu.

Hún bendir á að ríkisstjórnin hafi boðað endurskoðun á mikilvægum þáttum velferðarkerfisins í haust en þetta hafi verið svikið. Hún nefnir sem dæmi að því hafi verið haldið fram að bæta ætti afkomu ellilífeyrisþega, taka málefni örorkulífeyrisþega til endurskoðunar, taka átti á vandanum í heilbrigðisk3erfinu og boðað stórátak í uppbyggingu á húsnæðismarkaði.

Vantrúin á velferðarkerfið eykst

„Vantrú fólks á velferðarkerfi okkar eykst enn frekar þegar það mætir innistæðulausri orðræðu ríkisstjórnarinnar um að raunverulegar umbætur hafi átt sér stað í velferðarkerfinu eða séu í farvatninu. Þrátt fyrir að fjármálaáætlun sýni svart á hvítu að lítið eigi að gera.

Þessi málflutningur, þar sem siglt er undir fölsku velferðarflaggi, er hættulegur. Hann rýrir trú fólks á getu samfélagsins til að hlúa að því sem skiptir máli, sem er aðgengi að grunnþjónustu sem tryggir að þörfum fólks sé sinnt. Fólk glatar trúnni og hólfar sig af í stað þess að horfa í kringum sig. Brestir myndast í samfélaginu,“ segir hún.

Kristrún segir hendur ríkisstjórnarinnar bundnar vegna eigin ákvarðana. „Hér hefur ekki verið algjör stöðnun í aðgerðum ríkisins. Þróun síðasta áratugar einkennist ekki af afskiptaleysi. Ráðist hefur verið í risastórar aðgerðir sem hafa grafið undan getu ríkissjóðs til að sinna grundvallarhlutverki sínu í samfélaginu. Tekjuhlið ríkissjóðs er nefnilega brostin,“ segir hún.

„Forgangsröðun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er ástæðan“

Þá bendir hún á að ástæða þess að víða vanti fjármagn til að sinna grunnþörfum samfélagsins sé ekki almenn óráðsía ríkissjóðs heldur pólitísk ákvarðanataka um að veikja getu ríkisins til að veita grunnþjónustu.

„Forgangsröðun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er ástæðan fyrir því að meirihlutinn á Alþingi mun í vikunni samþykkja fjármálaáætlun sem mætir ekki neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu, fjármagnar ekki boðaða húsnæðisuppbyggingu, skapar ekki svigrúm fyrir breytingu á kjörum viðkvæmustu hópa samfélagsins og í ofanálag veikir velferðarþjónustuna sem bindur okkur saman sem samfélag,“ segir Kristrún.

Hér má lesa í heild sinni greinina Ákall um samstöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“