fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Stjórnarkonur Lífs án ofbeldis áttu fund með barnamálaráðherra – Brennandi áhugi í ráðuneytinu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. júní 2022 12:49

Stjórnarkonur Lífs án ofbeldis ásamt barnamálaráðherra. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarkonur Lífs án ofbeldis áttu fund með Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra nú í morgun, þar sem rædd voru sameiginleg markmið sem varða hagsmunagæslu barna í heimilisofbeldismálum. Ráðherra lagði mikla áherslu á að hagsmunir barna í þeirra eigin málum trompi allt annað.

Ljóst er að brennandi áhugi er í ráðuneytinu á að gera miklu betur við að efna skuldbindingar stjórnvalda um að setja hagsmuni barna ávallt í forgang, skýra verkferla og skerpa á þeim lögum sem eru á forræði ráðuneytisins.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá Líf án ofbeldis.

Á fundinum voru ræddar þær brotalamir sem Líf án ofbeldis sér kerfisbundið í málum barna sem koma úr heimilisofbeldi, dæmi um mæður sem hafa þurft að flýja land með börnin sín, börn sem fá ekki áheyrn í kerfinu. Fundargestir voru sammála um brýna nauðsyn þess að skýra samspil á milli barnaverndarlaga annars vegar og barnalaga hinsvegar þegar kemur að ákvörðun í forsjár- og umgengnismálum, þar sem fyrir liggur rökstuddur grunur um ofbeldi gegn barni og nákomnum.

Samtökin fyrir hönd þolenda ofbeldis, treysta því að dómsmálaráðherra, sem er í forsvari fyrir barnalög, muni stíga öll nauðsynleg skref í þessa sömu átt að hagsmunum barna, þegar kemur að þessum umfangsmikla málaflokki sem sannarlega varðar líf og heilsu barna til framtíðar.

Líf án ofbeldis fagnar því að samtalinu sé komið á við mennta- og barnamálaráðuneytið og mun í framhaldinu halda áfram að upplýsa barnamálaráðherra um reynslu brotaþola heimilisofbeldis af kerfinu svo hún nýtist til úrbóta í þeirri vinnu sem er fyrir höndum í ráðuneytinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Í gær

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“