Að vanda er í nógu að snúast hjá Mannanafnanefnd sem tekur á móti fjölda óska um skráningar á nýjum nöfnum í mannanafnaskrá. Til að þess að fá eiginnafn samþykkt þarf það að uppfylla viss skilyrði. Þarf nafnið að geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi og þarf að vera ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Nafn má heldur ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.
Mannanafnanefnd samþykkti í maí eftirfarandi nöfn:
Svo í apríl voru eftirfarandi nöfn samþykkt
Í mars voru þessi nöfn samþykkt:
Ekki var mikið um að nöfnum væri hafnað en þó komu upp nokkur tilvik.
Nafninu Ísjak (kk) var hafnað, en mannanafnanefnd taldi að ekki væri hefð fyrir nafninu hér á landi og ekki væri hægt að fallast á að nafnið Ísjak væri ný ritmynd rótgróna nafnsins Ísak. Hægt væri að líta svo á að nafnið væri samsetning af orðinu ís og stofninum jak af orðinu jaki. Engin fordæmi væru fyrir því að nefnifallsendingu væri sleppt af orðinu jaki.
Nafninu Senjor (kk) var eins hafnað með vísan til þess að orðið væri samhljóða spænska orðnu senjor sem merkir herra. Ekki sé hefð fyrir því að ávarpsorð, innlend eða erlend, eins og frú, fröken eða herra séu notuð sem eiginnöfn í íslensku.
Nafninu Alexsandra (kvk) var eins hafnað þar sem það væri ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Nafnið væri ekki í samræmi við venjulegan íslenskan framburð nafnsins Alexandra eða íslenska hefð í ritun þess. Þar sem aðeins tvær konur beri nafnið geti ekki verið komin hefð fyrir notkun þess.