fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Nú máttu heita Nieljohníus og Jóda en ekki Alexsandra

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. júní 2022 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að vanda er í nógu að snúast hjá Mannanafnanefnd sem tekur á móti fjölda óska um skráningar á nýjum nöfnum í mannanafnaskrá.  Til að þess að fá eiginnafn samþykkt þarf það að uppfylla viss skilyrði. Þarf nafnið að geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi og þarf að vera ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Nafn má heldur ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.

Mannanafnanefnd samþykkti í maí eftirfarandi nöfn:

  • Sæmey (kvk)
  • Kenya (kvk)
  • Þórunnbjörg (kvk)
  • Fævý (kvk)
  • Stinne (kvk)
  • Jökli (kk)
  • Vin (kvk)
  • Emmi (kk)
  • Millinafnið Skipstað
  • Omel (kk)
  • Esi (kk)
  • Hlýja (kvk)
  • Jónborg (kvk)
  • Jonna (kvk)
  • Sprettur (kk)
  • Adele (kvk)
  • Ray (kk)
  • Klöpp (kvk)

Svo í apríl voru eftirfarandi nöfn samþykkt

  • Klöpp (kvk)
  • Adríanna (kvk)
  • Eia (kvk)
  • Baltazar (kk)
  • Hafsjór (kk)
  • Gaja (kvk)
  • Alpa (kvk)
  • Dolma (kvk)
  • Denný (kvk)
  • Rayna (kvk)
  • Benni (kk)
  • Theadór (kk)
  • Jóda (kvk)
  • Tangi (kk)
  • Eyvin (kk)

Í mars voru þessi nöfn samþykkt:

  • Meinert (kk)
  • Eyð (kvk)
  • Arntýr (kk)
  • Hröfn (kvk)
  • Miðrik (kk)
  • Isak (kk)
  • Dillý (kvk)
  • Ayah (kvk)
  • Nieljohníus (kk)
  • Diddi (kk)
  • Karna (kvk)
  • Paradís (kvk)
  • Ýda (kvk)
  • Amarie (kvk)
  • Villiblóm (kynhlutlaust)
  • Hildís (kvk)
  • Þórunnborg (kvk)
  • Mattheó (kk)
  • Ivan (kk)

Ekki var mikið um að nöfnum væri hafnað en þó komu upp nokkur tilvik.

Nafninu Ísjak (kk) var hafnað, en mannanafnanefnd taldi að ekki væri hefð fyrir nafninu hér á landi og ekki væri hægt að fallast á að nafnið Ísjak væri ný ritmynd rótgróna nafnsins Ísak. Hægt væri að líta svo á að nafnið væri samsetning af orðinu ís og stofninum jak af orðinu jaki. Engin fordæmi væru fyrir því að nefnifallsendingu væri sleppt af orðinu jaki.

Nafninu Senjor (kk) var eins hafnað með vísan til þess að orðið væri samhljóða spænska orðnu senjor sem merkir herra. Ekki sé hefð fyrir því að ávarpsorð, innlend eða erlend, eins og frú, fröken eða herra séu notuð sem eiginnöfn í íslensku.

Nafninu Alexsandra (kvk) var eins hafnað þar sem það væri ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Nafnið væri ekki í samræmi við venjulegan íslenskan framburð nafnsins Alexandra eða íslenska hefð í ritun þess. Þar sem aðeins tvær konur beri nafnið geti ekki verið komin hefð fyrir notkun þess.

Hér má finna úrskurði mannanafnanefndar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Í gær

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“