Veggmynd af Pep Guardiola og Jose Mourinho er nú uppi á Primavera-tónlistarhátiðinni sem fram fer í Barcelona.
Hátíðin er afar vinsæl og hefur farið fram á hverju ári síðan 2001, að undanskildum árunum 2020 og 2021. Þá var hún felld niður vegna kórónuveirunnar.
Á veggmyndinni af stjórunum tveimur eru þeir að kyssast.
Guardiola stýrir Manchester City á Englandi og varð meistari með liðinu annað árið í röð á nýafstöðnu tímabili.
Mourinho er við stjórnvölinn hjá Roma og varð Sambandsdeildarmeistari með liðinu í vor.
Þessir frábæru stjórar voru miklir erkifjendur um tíma þegar Mourinho stýrði Real Madrid og Guardiola Barcelona.
Hér fyrir neðan má sjá veggmyndina.
A mural of Pep Guardiola and Jose Mourinho at the Primavera Sound Festival in Barcelona 😘 pic.twitter.com/NBwhxYSS5E
— GOAL (@goal) June 13, 2022