Það eru tvö úkraínsk fyrirtæki sem framleiða rafmagnsmótorhjól fyrir herinn en þau voru upphaflega hönnuð fyrir almenna borgara. Þessi hjól hafa komið að góðum notum við að fylgjast með ferðum Rússa og til að koma lyfjum og öðrum nauðsynjum á áfangastað.
En hjólin eru einnig notuð til að gera árásir á rússneskar hersveitir og á þeim er hægt að flytja bresku NLAW flugskeytin sem geta eyðilagt skriðdreka. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.
Hjólin eru frá fyrirtækjunum Eleek og Delfast. Hjólin frá Eleek geta ekið allt að 150 km á einni hleðslu og ná allt að 90 km/klst. Hjólin frá Delfast geta ekið allt að 320 km á einni hleðslu og ná allt að 80 km/klst.
Það gerir hjólin sérstaklega gagnleg að þau eru hljóðlaus og því mun auðveldara að komast nær óvinunum. Þau hitna heldur ekki eins mikið og venjuleg mótorhjól og því erfiðara að sjá þau með hitaleitandi drónum.
The commander of the Georgian Legion riding an ELEEK Atom electric bicycle in eastern Ukraine.
The bikes have become very popular since they make it possible to move silently on the front lines or even behind enemy lines.
🇬🇪🇺🇦pic.twitter.com/zU8uJCW8kb
— Visegrád 24 (@visegrad24) May 14, 2022