fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Hann afhjúpaði nánustu samstarfsmenn Pútíns – Nú vill Pútín ná honum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júní 2022 06:58

Andrei Soldatov. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Andrei Soldatov er svo sannarlega þyrnir í augum Vladímír Pútíns, forseta, og er nú kominn á lista yfir þá sem rússnesk yfirvöld hafa lýst eftir á alþjóðavettvangi. Helstu ástæðurnar fyrir þessu eru að Soldatov hefur margoft afhjúpað leyndarmál tengd rússneskum leyniþjónustustofnunum og Pútín sjálfum.

Soldatov skýrði frá því á Twitter í síðustu viku að nú sé búið að frysta reikninga hans í rússneskum bönkum og setja nafn hans á lista yfir eftirlýst fólk.

Soldatov er sérfræðingur í málefnum rússneskra leyniþjónustustofnana og einn þekktasti rannsóknarblaðamaður Rússlands. Hann býr þó ekki lengur í Rússlandi.

The Moscow Times, sem er óháður fréttamiðill, segir að Soldatov hafi komist að því að hann sé kominn á lista yfir eftirlýsta Rússa þegar tveir rússneskir bankar skýrðu honum frá því að búið væri að frysta innistæður hans.

Það var að sögn gert 17. mars en hann komst ekki að þessu fyrr en í síðustu viku.

Þetta kemur honum ekki á óvart því hann og samstarfsfólk hans hafa verið undir miklum þrýstingi að undanförnu eftir ýmsar afhjúpanir tengdar Rússlandi. Í samstarfi við Irina Borogan hefur hann meðal annars skýrt frá hreinsunum innan leyniþjónustunnar FSB. Meðal annars handtöku Sergej Beseda, eins æðsta yfirmanns FSB, en hann var settur í gæsluvarðhald í Lefortovofangelsinu.

„Ég gat ekki séð nákvæmlega fyrir hvað myndi gerast en það var ljóst að fyrir FSB var mikilvægt að þessar upplýsingar, um að eitthvað væri að innan FSB, myndu einfaldlega hverfa,“ segir Soldatov.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“