fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Pressan

Danir hafa „ekki efni á að keyra í bíl“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júní 2022 07:00

Það er góður gangur í dönsku atvinnulífi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska millistéttin hefur „ekki efni á að keyra í bíl“ og verður því að hjóla. Þetta er inntakið í færslu Carla Sands, fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, á Twitter nýlega.

Skrif hennar tengjast hækkandi bensínverði í Bandaríkjunum. „Ég hef séð þetta áður. Í Danmörku hefur fólk úr millistéttinni ekki efni á að keyra bíl. Það á reiðhjól og tekur lest þegar langt er farið,“ skrifaði hún og bætti við: „Sendiráðsbílstjórinn minn var vanur að hjóla í klukkutíma í snjókomu til að komast í vinnu. Þetta er framtíðin sem Biden og teymi hans vilja bjóða Bandaríkjamönnum upp á. Er þetta það sem þú vilt?“

Sanders var sendiherra í Danmörku í valdatíð Donald Trump sem skipaði hana í embættið en hún er dyggur stuðningsmaður hans.

Skrif hennar vöktu að vonum athygli í Danmörku og margir stjórnmálamenn tjáðu sig um þau. Þeirra á meðal er Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra: „Þá er Trump-tilnefndur fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku byrjuð að dreifa röngum upplýsingum um okkur. Okkur finnst gaman að hjóla, sem er hollt og gott fyrir umhverfið og loftslagið, verður að „millistéttin hefur ekki efni á að keyra bíl í Danmörku“. Ég trúi því ekki að hún viti ekki betur.“

Marianne Vind, flokkssystir Heunicke úr jafnaðarmannaflokknum og þingmaður á Evrópuþinginu, tjáði sig einnig um orð Sands og sagði: „Samkvæmt kenningu þinni er þetta svo slæmt að meira að segja konungsfjölskyldan hefur ekki efni á bíl.“ Með þessu birti hún mynd af Frederik krónprins að hjóla með tvo syni sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessar tilfinningar stytta lífið

Þessar tilfinningar stytta lífið
Pressan
Í gær

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Í gær

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump biður hæstarétt að setja ný TikTok-lög í frost

Trump biður hæstarétt að setja ný TikTok-lög í frost
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepinn af hákarli við stærsta kóralrif heims

Drepinn af hákarli við stærsta kóralrif heims
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru þær dýrategundir sem verða flestu fólki að bana árlega

Þetta eru þær dýrategundir sem verða flestu fólki að bana árlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að svona sé hægt að hraða efnaskiptunum og léttast hraðar

Læknir segir að svona sé hægt að hraða efnaskiptunum og léttast hraðar