fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Hópur Íslendinga í skelfilegum hremmingum eftir að flug með Wizz air féll niður – „Höfum lítið sofið og vitum ekki hvernig við finnum út úr þessu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 12. júní 2022 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverður hópur Íslendinga, þar á meðal sjö manna fjölskylda, sem ætluðu heim með flugi frá Napolí til Keflavíkur í morgun, eru strandaglópar og vita ekki hvernig þau eiga að komast heim. Fólkið hefur þó reitt af hendi töluverðar fjárhæðir úr eigin vasa til að freista þess að komast aftur heim til Íslands með krókaleiðum.

Um er að ræða flug með Wizz Air sem bókað var í gegnum bókunarþjónustuna Kiwi.

Meðal þeirra sem lentu í þessu er Sigríður Kristinsdóttir. Hún er háskólakennari og á að mæta til vinnu í fyrramálið en er núna aðeins með möguleika á flugi heim á þriðjudag. Hún valdi þann kost að taka legg sem innihélt flug frá Napoli til Katowice í Póllandi og greiddi fyrir það 80 þúsund krónur. En í Katowice kom í ljós að brottfararmiðinn gildir ekki með flugi frá Katowice til Íslands.

„Sumir voru með brottfararspjöld sem giltu bara til Katowice á meðan aðrir voru með flug frá Katowice til Keflavíkur en ekki flug frá Napoli til Katowice,“ segir Sigríður og getur ekki annað en hlegið að ástandinu þó að hún sé bæði svefnlaus og hvekkt yfir þessum hremmingum.

Hún bendir á að sjö manna fjölskylda hafi verið farin að sofa þegar tilkynningin birtist á miðnætti og hafi því fyrst vitað í morgun að fluginu hefði verið aflýst. Var mæting út á flugvöllinn í Napoli kl. 6 í morgun. Sjálf var hún andvaka í nótt að reyna að finna dýrar leiðir til að komast heim.

DV náði sambandi við aðra konu sem einnig hafði verið í Napoli og átt miða í þetta flug Wizz Air í morgun. Hennar pöntun á flugi til Katowice gekk ekki í gegn og þurfti hún því að panta flug til Vínarborgar og þaðan heim til Keflavíkur. Sú kona segist hafa lent í mikilli geðshræringu út af þessu ástandi og telur að það gildi um aðra farþega sem lentu í þessum erfiðu aðstæðum.

Sigríður, sem er strandaglópur í Katowice, hefur fengið það boð að fljúga þaðan til Varsjá og frá Varsjá til Keflavíkur á þriðjudag. Engin gisting er í boði í því tilboði.

Flugið var bókað með bókunarþjónustunni Kiwi og er konan að berjast við að finna ásættanlegar leiðir til að komast heim með aðstoð starfsfólks Kiwi. Hún telur að hún geti freistað þessa að leita endurgreiðslu á þeim kostnaði sem hún hefur orðið að bera í gegnum Kiwi. Núna er hún þó fyrst og fremst með hugann við að komast heim, sama hvað það kostar.

„Við höfum lítið sofið og vitum ekki hvernig við finnum út úr þessu. Það eru margar krúsidúllur í gangi,“ segir konan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“