Liverpool og Benfica hafa náð samkomulagi um kaupverðið á Darwin Nunez sem verður á endanum dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Nunez er 22 ára gamall sóknarmaður frá Úrúgvæ en hann hefur raðað inn mörkum í Portúgal.
Jurgen Klopp er að stokka upp í sóknarleik sínum en Sadio Mane er á förum og fer líklega til FC Bayern.
Liverpool borgar til að byrja með 68 milljónir punda en 17 milljónir punda gætu svo fylgt í kjölfarið.
Nunez gerir sex ára samning við Liverpool og mætir til Englands á morgun í læknisskoðun.
Here we go confirmed for Darwin Núñez > Liverpool deal 🔴🤝 #LFC
▫️ Deal done yesterday, meeting in Portugal.
▫️ Darwin now in Spain.
▫️ Medicals tomorrow in England.
▫️ Contract until 2028, six year deal.
▫️ Liverpool will pay €80m fee plus €20m add ons.Never been in doubt. pic.twitter.com/mfdk39IY7A
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2022