fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Sigurður tjáir sig um Vítalíu-málið og gagnrýnir RÚV – „Verðugt verkefni einhvers alvöru fjölmiðils að reyna að að fá einhvern botn í frásagnir manneskjunnar“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. júní 2022 12:10

Sigurður G. / Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur verið fjallað nokkuð í fjölmiðlum um starfslok Eggerts Þór Kristófessonar sem forstjóra hjá Festi. Fyrir liggur að starfslokin voru ekki að hans vilja. Í fréttum sumra fjölmiðla hafa starfslokin verið tengd við hið svokallaða Vítalíu-mál, en Vítalía Lazareva vakti landsathygli snemma á árinu er hún steig fram í viðtali við Eddu Falak og lýsti því hvernig fjórir menn hefðu misboðið henni kynferðislega í sumarbústaðarferð haustið 2020. Ennfremur sakaði hún fjölmiðlamanninn Loga Bergmann um að brot gegn sér á hóteli ári síðar.

Einn fjórmenninganna sem Vítalía ásakaði um brot í sumarbústaðarferðinni er Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi. Að því hefur verið látið liggja að Eggert hafi fokið vegna stuðnings síns vi Vítalíu en stjórn Festis heldur því fram að starfsflok Eggerts séu ótengd Vítalíu-málinu.

Ennfremur hefur fyrrverandi ástmaður Vítalíu, Arnar Grant, lýst því yfir að hann muni bera vitni ef til dómsmála komi vegna þessara atvika og hann muni þar vitna um að lýsingar Vítalíu á þeim séu sannleikanum samkvæmt.

Sigurður G Guðjónsson lögmaður ræðir málið í nýjum Facebook-pistli og gagnrýnir sérstaklega fréttaflutning RÚV af málnu. Segir hann RÚV engan veginn verðskulda þá ímynd að vera talin traust fréttastofa. Segir hann að í fréttum RÚV af málinu skipti sannleikurinn litlu máli ef hann falli ekki að sögunni sem segja á.

Sigurður segir ennfremur að viðsnúningur hafi orðið í umfjöllun Vítalíu um þátt Arnars Grant í málinu og afstöðu hennar til hans. Segir Sigurður að tímabært sé að fjölmiðlar fái einhvern botn í frásagnir hennar og Arnars.  Pistillinn er eftirfarandi:

„Að viðhalda ásökunum.

Fréttastofu RÚV hefur á einhver óskiljanlegan hátt fengið þá ímynd að vera traust fréttastofa; segja fréttir sem byggjast á gildum heimildum viðurkenndrar blaða- og fréttamennsku. Svo er alls ekki. Þar skiptir sannleikurinn litlu falli hann ekki að sögunni sem segja á. Þess vegna er ekki haft fyrir því að skoða báðar hliðar mála, ef koma má höggi á þá eða þær manneskjur sem taldar eru standa höllum fæti þjóðfélagslega vegna einhvers konar ásakana.

Í föstudagskvöld hófust sjö fréttir ríkissjónvarpsins á umfjöllun um brotthvarf manneskju úr stóli forstjóra félags sem skráð er í kauphöll. Á reiki hefur verið hvort manneskjan hafði verið rekin eða hún sagt upp.

Af fréttinni mátti helst ráða að manneskjan hafi átt tvo kosti, að semja um starfslok eða vera rekin. Manneskjan kaus að semja um starfslok og verður, ef marka má fréttina á launum í tvö ár. Ekki fjallaði ríkissjónvarpið um kostnað vinnuveitandans af þessum samningi.

Manneskjan fær einhvers konar bætur innan samninga, sem taka væntanlega mið af launakjörum hennar. Sé mið tekið af tekjum manneskjunnar á umliðnum árum má ætla að bætur til hennar geti numið um eða yfir 150 mkr. eftir skatta. Kannski leitar ríkissjónvarpið upplýsinga um þennan kostnað, sem er rekstrarkostnaður sem koma þarf fyrir í verði vöru og þjónustu fyrrum vinnuveitanda.

Það sem vakti hins vegar athygli við fréttina var hvernig fréttastofunni tókst að þvæla nafni þjóðþekktrar manneskju inní fréttina, og í besta falli óljósum og marg breyttum frásögnum hennar af meintum kynferðisbrotum.

Við þá umfjöllun voru notaðar myndir af tveimur öðrum manneskjum sem eiga hlut í vinnuveitandanum. Manneskjan hefur borið sakir á þessar tvær manneskjur og fleiri þar á meðal ástmanneskju sína.

Manneskja kom fyrst fram með ásakanir sínar á samfélagsmiðlum í október 2021, þegar samband hennar og ástmanneskjunnar hafði súrnað. Síðan dró manneskjan allt til baka gagnvart ástmanneskjunnu og þau voru sem eitt í atlögum sínum að þremur manneskjum og fjölskyldum þeirra.

Um jólin 2021 urðu vatnaskil því þá réðst manneskjan með hörku að ástmanneskjunni og sakaði hana um að hafa selt hana mansali og fjallaði ítarlega um það í hlaðvarpi.

Manneskjan vildi kæra ástmannesjuna fyrir mansal og hlaut mikið lof fyrir framgöngu sína.

Nú hafa á ný orðið vatnaskil manneskjan hefur helst áhyggjur af því að ástmanneskjan fái ekki að spila golf með þeim sem hún telur að ástmannekjan eigi rétt til að spila golf með. Áður hafði hún haft áhyggjur af ferð ástmanneskjunnar í manngert lón með útlendri manneskju.

Ástmanneskjan er sátt með þennan viðsnúning og segist ætla að vera vitni þegar og ef manneskjan kærir, enda verði hið sanna að koma í ljós.

Það væri verðugt verkefni einhvers alvöru fjölmiðils að reyna að að fá einhvern botn í frásagnir manneskjunnar og ástmanneskjunnar en ekki láta hafa sig að fíflum umfram það sem orðið er.

Góða fólkið fer vonandi að átta sig á því að samfélagsmiðlar og RÚV eru ekki alltaf bestu heimildir sannleikans, frekar en klæðskeri nakta konungsins.

Textinn er skrifaður í anda málfarsstefnu RÚV.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp
Fréttir
Í gær

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars