Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, ætlar að sanna sig hjá félaginu næsta vetur og er ákveðinn í að gera það.
Hazard kom til Real frá Chelsea árið 2019 en hefur alls ekki staðist væntingar og þar spila meiðsli stóran hluta.
Hazard er að komast í sitt besta form eftir erfið ökklameiðsli og er hann mjög vongóður fyrir næsta tímabil.
,,Ég veit að ég skulda forsetanum, stuðningsmönnunum sem hafa tekið ótrúlega á móti mér og liðsfélögunum og þjálfaranum,“ sagði Hazard.
,,Ég hlakka mjög til að loksins sýna hvað í mér býr á næsta tímabili. Ég finn ekki lengur til í ökklanum og ég hef gleymt þessum meiðslum.“
Samtals hefur Hazard spilað 66 leiki fyrir Real og skorað sex mörk. Hann kostaði 150 milljónir punda.