fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
433Sport

Mikael í sjokki með föst skot á Arnar – ,,Hún er ekki hæf í þetta starf ef hún stendur við bakið á honum“

433
Sunnudaginn 12. júní 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson, sparkspekingur og þjálfari, bauð upp á pillur í nýjasta hlaðvarpsþætti Þungavigtinnar sem var birtur á föstudag.

Þar var farið yfir leik Íslands og San Marínó sem endaði 1-0 fyrir Íslandi en frammistaðan var virkilega slök gegn versta landsliði heims.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, hlýtur að vera undir töluverðri pressu eftir slæmt gengi landsliðsins en Ísland þarf á sigri að halda gegn Ísrael í Þjóðadeildinni á morgunm.

Mikael sparaði ekki stóru orðin í þætti föstudagsins og segir Arnar hafa ekki hugmynd um hvað hann sé að gera og að hann sé einfaldlega ekki að ná til leikmanna.

,,Hvernig ætla menn að afsaka svona frammistöðu? Þetta var hreinasta hörmung. Sjáið bara varnarmennina og bakverðina í liðinu þegar menn eru að fá boltann í lappirnar undir smá pressu, það er aldrei spilað á næsta mann það er bara bombað útaf,“ sagði Mikael.

,,Ég áttaði mig ekki á hvað við vorum ógeðslega lélegir. Ég ætla að setja þetta því miður beint á þjálfaran, hann nær ekki til leikmanna og veit ekkert hvað hann er að gera. Það er bara þannig. Það er að koma í ljós núna.“

,,Ef hann vinnur ekki gegn Ísrael og ég tala nú ekki um ef hann tapar honum þá hljóta bara öfgar að mæta niður í KSÍ á þriðjudaginn og krefjast þess að fá inn nýjan landsliðsþjálfara. Ég myndi mæta með þeim.“

,,Vanda er bara ekki hæf í þetta starf ef hún stendur þétt við bakið á honum því það sjá þetta allir sem vilja sjá.“

,,Það er hægt að líta á þetta frá öllum sjónarhornum, aðalmálið er það að þetta er bara hreinasta hörmung. Það hefur enginn áhuga á að spila þarna og það veit enginn sitt hlutverk. Ég var bara í sjokki eftir þennan leik en eyddi samt tíma í að horfa á þetta.“

,,Við áttum ekki tvær sendingar í seinni hálfleik á milli manna og þegar við vorum að reyna sækja upp völlinn og komnir á þriðja vallarhelminginn.. Horfiði bara á þetta aftur. Menn voru að taka boltann með einföldum sendingum og senda boltann beint útaf.“

Mikael bætir við að það sé fáránleg ákvörðun að taka inn leikmenn úr Bestu deild karla og svo eru þeir nánast ekkert notaðir í verkefninu.

Damir Muminovic var á meðal þeirra sem voru fengnir inn í verkefnið og spilaði hann þrjár mínútur undir lok leiks.

,,Ég spyr mig.. Gæinn, hann er svo clueless hann Arnar Þór Viðarsson, hann veit ekkert hvað hann er að gera. Í þessum leik þá gerirðu bara þrjár skiptingar í hálfleik, hann gerir tvær á 70. mínútu svo kemur hann með þrjár skiptingar þar sem hann afsakar það fyrir leikmönnum í íslensku deildinni að hafa tekið þá út í þessa þvælu, tekið þá af þjálfurum. Ef einhver ætti að vera brjálaður þá hlýtur það að vera Óskar Hrafn Þorvaldsson.“

,,Hann afsakar það til að leyfa þeim að spila. Hvað heldur þú að Damir í Breiðablik hafi áhuga á að spila þrjár mínútur gegn San Marínó, hann er að verða fertugur sko.“

Hlaðvarpsþáttinn vinsæla má nálgast með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta hefur mikið að segja um hvort hann fari til Arsenal

Þetta hefur mikið að segja um hvort hann fari til Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu hvað Rashford setti á Instagram eftir að hann var valinn í hópinn

Sjáðu hvað Rashford setti á Instagram eftir að hann var valinn í hópinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel með enska landsliðið

Líklegt fyrsta byrjunarlið Thomas Tuchel með enska landsliðið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Real Madrid vill kaupa Enzo og Chelsea er til í að skoða skipti á leikmönnum

Real Madrid vill kaupa Enzo og Chelsea er til í að skoða skipti á leikmönnum
433Sport
Í gær

Furða sig á því að heimskupör Alex á Spáni hafi ratað í fréttirnar á Íslandi í gær – „Þetta er leki“

Furða sig á því að heimskupör Alex á Spáni hafi ratað í fréttirnar á Íslandi í gær – „Þetta er leki“
433Sport
Í gær

Áfrýjun Þórs vegna leikbanns Balde hafnað – „Fékk brottvísun fyrir að skalla andstæðing í andlitið þegar boltinn var fjarri“

Áfrýjun Þórs vegna leikbanns Balde hafnað – „Fékk brottvísun fyrir að skalla andstæðing í andlitið þegar boltinn var fjarri“