Karlmaður í sundskýlu gekk að því er virtist að gamni sér út í öldurnar við Reynisfjöru nú rétt fyir kvöldmatarleytið og vakti athæfið athygli annarra gesta í fjörunni.
Það er ekki lengra síðan en í gær sem maður á áttræðisaldri lést eftir að öldurnar gripu hann í Reynisfjöru og aðeins sjö mánuðir eru síðan næsta banaslysið var í fjörunni þar á undan. Enginn skortur er á aðvörnarskiltum við Reynisfjöru.
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, upplýsingafulltrúi UMFÍ, var í fjörunni í fjölskylduferð og var að taka upp myndband þegar maðurinn sést vaða út í sjóinn. Hann tók einnig myndir af viðvörunarskiltunum sem blasa við öllum sem þarna fara um.