fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

„Neyðarástand á leigubílamarkaðnum“ – Aktívismi í miðbæ Reykjavíkur í kvöld

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. júní 2022 16:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband ungra sjálfstæðismanna grípur til aðgerða í kvöld og tekur að sér að skutla miðbæjargestun án endurgjalds en taka á móti frjálsum framlögum til að safna fyrir túlkaþjónustu til að auka aðgengi erlendra aðila að leigubifreiðamarkaðinum.

„Skapast hefur neyðarástand á leigubílamarkaðnum á Íslandi. Stórt gat þarf að fylla en stjórnvöld boða algjörar lágmarksaðgerðir. Þetta ástand býður uppá að einstaklingar bíða einir í yfir klukkutíma eða taka rafhlaupahjól ölvuð úr bænum, keyra undir áhrifum áfengis og skutlaramenningin stækkar með tilheyrandi hættu – sérstaklega fyrir ungar konur,“ segir í tilkynningu frá sambandinu.

Þar kemur fram að núverandi löggjöf er frá 2001 og hafa lögin í megindráttum ekkert breyst þrátt fyrir miklar tækniframfarir í þessum geira. Ísland hafi verið eftirbátur annarra í að stuðla að eðlilegri samkeppni og atvinnufrelsi.

Ástæðan fyrir því að safnað er fyrir túlkaþjónustu er að aðilar sem vilja sækja sér leyfi til að stunda leigubifreiðaakstur þurfa að sækja námskeið og þreyta próf. Námskeiðið og prófið er aðeins haldið á íslensku og ekki er greitt fyrir túlk. Sem að mati Sambands ungra sjálfstæðismanna er enn einn takmarkandi þátturinn í núverandi kerfi.

„Við skorum á ráðherra að svara kallinu og færa löggjöfina á 21. öldina. Það þarf að ganga miklu lengra en núverandi tillaga hans gerir,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands