Tvö stór félagaskipti voru staðfest í dag en risalið Evrópu eru byrjuð að styrkja sig fyrir næsta tímabil.
Miðjumaðurinn Auyrelien Tchouameni er kominn til Real Madrid en hann kemur til félagsins frá Monaco.
Real er talið borga tæplega 100 milljónir punda fyrir Tchouameni sem er 22 ára gamall landsliðsmaður Frakklands.
Fjölmörg lið í Evrópu höfðu sýnt kappanum áhuga en það var alltaf hans vilji að ganga í raðir Real.
Bayern Munchen hefur þá einnig staðfest komu miðjumannsins Ryan Gravenberch sem kemur frá Ajax.
Um er að ræða 20 ára gamlan hollenskan landsliðsmann sem gerir fimm ára samning og kostar 30 milljónir evra.