fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Sjáðu Guðmund Felix í þættinum Good Morning Britain – „Má ég taka í höndina á þér?“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. júní 2022 11:00

Skjáskot/Good Morning Britain/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Felix Grétarsson var gestur í hinum sívinsæla morgunþætti Good Morning Britain í gær, föstudag.

Þar var fjallað um „kraftaverkaaðgerðina“ sem hann gekkst undir en eins og flestir Íslendingar vita varð Guðmundur Felix fyrsti einstaklingurinn í heiminum til að undirgangast tvöfalda handleggjaágræðslu við axlir í byrjun síðasta árs í Frakklandi.

Með honum í beinni útsendingu var eiginkona hans, Sylwia Gretarsson Nowakowska.

Innslagið hefst á mynd af því þegar hann faðmar Diljá Natalíu dóttur sína í fyrsta sinn síðan hún var þriggja mánaða gömul en Guðmundur Felix missti handleggina í hræðilegu vinnuslysi árið 1998. Eldri dóttur hans, Rebekka Rut, var þá fjögurra ára og ólust þær upp við að eiga pabba með enga handleggi. Fyrr en nú. Eftir smá upprifjun í máli og myndum hefst viðtalið.

Gríðarlegar framfarir hjá Guðmundi Felix hafa komið læknum, og ekki síst honum sjálfum, afar skemmtilega á óvart enda getur hann þegar gert ýmislegt sem ekki var reiknað með að hann myndi geta nærri því strax.

Hann segir til að mynda frá því í viðtalinu að hann sé kominn með tilfinningu í alla fingur en þó ekki að fullu. „Ég var að sópa í kring um sundlaugina um daginn og áttaði mig ekki á því að ég væri kominn með blöðrur á hendurnar fyrr en ég sá blóðið á sópnum,“ sagði hann.

Spurður hvað hann langar mest að geta gert af því sem hann getur enn ekki gert svaraði hann: „Mig langa að hjóla á reiðhjóli.“

Undir lok viðtalsins spyr síðan annar þáttarstjórnandinn: „Má ég taka í höndina á þér?“ Og eftir að hún fær leyfið nánast hrópar hún upp yfir sig: „Vá, þetta er mögnuð upplifun fyrir mig.“

Hér má sjá innslagið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“