Alessandro Bastoni er ekki á förum frá Inter Milan en mörg ensk félög hafa sýnt þessum varnarmanni áhuga.
Tottenham, Chelsea og Manchester United höfðu gert sér vonir um að semja við Bastoni sem stóð sig virkilega vel í vetur.
,,Bastoni verður svo sannarlega áfram hjá Inter. Hann er samningsbundinn félaginu og er ánægður. Það eru engin vandamál til staðar,“ sagði umboðsmaður leikmannsins, Tullio Tinti í gær.
Miðað við þessi ummæli er Bastoni alls ekki á förum og er það blaut tuska í andlitið á þeim ensku félögum sem vildu fá hann í sínar raðir.
Um er að ræða 23 ára gamlan leikmann sem hefur sjálfur sagst vera ánægður hjá Inter og ekki í leit að brottför.