William Saliba mun fá tækifæri hjá Arsenal á næstu leiktíð ef marka má frétt úr franska blaðinu L’Equipe.
Saliba hefur lengi beðið eftir tækifærinu á Emirates og hefur þrisvar sinnum verið lánaður annað frá árinu 2019.
Það ár var Saliba fenginn frá St. Etienne og lánaður strax til baka. Síðar lék hann með Nice og svo Marseille á láni.
Nú er Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sagður reiðubúinn að gefa Saliba tækifæri eftir gott tímabil með Marselle.
Ekki nóg með það heldur á Saliba von á nýju samningstilboði frá Arsenal en Marseille hefur sýnt því áhuga að semja við leikmanninn endanlega.