Það verður breytt lið sem Burnley stillir upp á næsta tímabili eftir fall úr ensku úrvalsdeildinni. Margir reyndir leikmenn í bland við yngri yfirgefa félagið þegar samningar renna út í lok júní.
James Tarkowski hafði fyrir löngu látið vita að hann færi í sumar, er hann að ganga í raðir Everton.
Reyndu leikmennirnir Ben Mee, Aaron Lennon, Erik Pieters, Dale Stephens og Phil Bardsley eru einnig á förum.
Þá eru ungir leikmenn að fara en þeir Joel Mumbongo, Richard Nartey, Anthony Glennon, Anthony Gomez Mancini, Ethen Vaughan, Sam Unwin, Harry Allen og Calen Gallagher-Allison fara allir frítt.
Búist er við að Vincent Kompany taki við þjálfun liðsins en hann bíður eftir atvinnuleyfi.