fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Fréttir

Myndband: Birna náði árásinni á öryggismyndavél og gerandinn kemur fyrir dóm í október

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. júní 2022 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við greindum frá því í gær að kona varð fyrir húsbroti og hrottalegri árás af hendi fyrrverandi vinar síns fimmtudaginn 2. júní. Maðurinn var handtekinn daginn eftir en látinn laus í gær þar sem málið var ekki talið nógu alvarlegt til að þörf væri fyrir lengra gæsluvarðhald. Konan sem varð fyrir árásinni er hins vegar lömuð af ótta yfir því að árásarmaður hennar gangi laus.

Sjá einnig: Ofbeldismaður látinn laus sex dögum eftir húsbrot og stórhættulega líkamsárás – „Ég er skilin eftir í óvissu“

Í frétt DV í gær kom fram að árásarmaðurinn hefur verið ákærður fyrir aðra líkamsárás og mun koma fyrir dóm vegna hennar í október. Um var að ræða vinkonu fyrrverandi unnustu árásarmannsins og árásin var gerð í tilefnislausu afbrýðsemikasti. Var þetta þann 17. desember 2021.

Konan sem varð fyrir þeirri árás heitir Birna Karen Þorleifsdóttir. Birna er hugrökk og ófeimin við að stíga fram með málið í fjölmiðli undir nafni og myndum. Veitti hún DV aðgang að ljósmyndum sem sýna áverka hennar eftir árásina, sem og myndbandi af árásinni, sem tekið var upp á öryggismyndavél í íbúð hennar, og er eitt helsta sönnunargagnið í málinu gegn árásarmanninum.

„Ég keypti mér öryggismyndavél í einhverju flippi og síðan gerist þetta!“ segir Birna Karen í viðtali við DV vegna málsins.

„Ég var bara að tjilla með vinkonu minni sem ég hafði ekki hitt lengi og við vorum að taka upp TikTok vídeó, en hann var eitthvað að rífast við hana í símanum. Hann beið síðan fyrir utan hurðina hjá mér. Þegar ég hleypi henni út ryðst hann inn og byrjar að kýla mig.“ – Birna segir að ofbeldismaðurinn hafi ætlað að rífa í hár hennar og slá henni utan  vegginn en hún hafi þá verið með gervihár sem hann greip í og stóð með gervihárabrúskinn í höndunum.

„Hann ryðst inn og byrjar að kýla mig í gólfið. Ég var með gervihár og hann ætlaði svoleiðis að smalla mér í vegginn.“ Birna segir að maðurinn hafi kýlt sig með hnúajárnum.

Birna segist hafa verið í losti eftir árásina og því hafi hún ekki hringt í lögregluna fyrr en mörgum klukkustundum síðar. Hún þurfti að fara á sjúkrahús vegna áverkanna en hefur náð sér líkamlega í dag. Hún er hins vegar enn að glíma við andlegar afleiðingar árásarinnar og er t.d. hrædd við að vera ein heima hjá sér. Árásin átti sér stað í desember 2021.

Myndbandið úr öryggismyndavél Birnu er í spilaranum hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur
Hide picture