Manchester United er samkvæmt fréttum í Englandi að skoða þann kosta að kaupa Alex Oxlade-Chamberlain miðjumann Liverpool.
Frá þessu sagði Alex Crook hjá Talksport í Bretlandi og segir hann að enski miðjumaðurinn sé á blaði United.
Chamberlain var í litlu hlutverki á liðnu tímabili en meiðsli hafa sett strik í reikning hans á Anfield.
Crook segir að United vilji kaupa Chamberlain ef Liverpool er til í að selja hann á um 10 milljónir punda.
Chamberlain er 28 ára gamall en hann lék áður með Arsenal, United vantar breidd á miðsvæði sitt og gæti Chamberlain hentað í það hlutverk.