Mauricio Pochettino fer að verða atvinnulaus og hann veit það. PSG ætlar sér að reka þjálfara sinn úr starfi.
Samkvæmt fréttum er Zinedine Zidane að taka við. Hann er sagður ferðast til Katar til að hitta eigendur félagsins og skrifa undir.
Pochettino hefur verið valtur í sessi eftir slakan árangur í Meistaradeildinni.
Búist er við að boltinn fari að rúlla á allra næstu dögum og að formlega verði tilkynnt að búið sé að reka Pochettino.
Zidane náði frábærum árangri með Real Madrid en hefur verið í fríi frá fótbolta en gæti nú farið á fullt aftur í heimalandinu.