Í grein í Daily Mail í dag segir að stuðningsmenn Englands í knattspyrnu séu í miklu meira mæli farnir að nota kókaín frekar en að drekka áfengi.
Fram kemur í greininni að í kringum landsleiki Englands sé það frekar kókaín en áfengi sem fólk sé að neyat.
Blaðamaður Daily Mail segir frá sögu þar sem starfsmaður enska sambandsins var að mæta á landsleik gegn Andorra á Wembley í september á síðustu ári.
„Ég keyrði að vellinum þegar ég sá stuðningsmann með enska fánann taka upp lítinn poka og fá sér úr honum og setja í nefið,“ skrifar blaðamaðurinn og vitnar til orða starfsmannsins.
„Hann horfði síðan til bkaa og kallaði á vin sem fékk sér líka. Þeir földu þetta ekkert.“
Þetta er það sama og fólk talar um í kringum úrslitaleik Evrópumótsins á síðasta ári þar sem allt fór úr böndunum.
„Þú færð það sama úr smá kókaíni og 5-6 bjórum,“ segir öryggisvörður á vellinum.
„Baráttan gegn áfengi er nú krossferðin gegn kókaíni,“ er yfirskriftin hjá Daily Mail.