San Marínó 0 – 1 Ísland
0-1 Aron Elís Þrándarson(’11)
Íslenska karlalandsliðið bauð ekki upp á neina sýningu í kvöld er liðið spilaði við San Marínó í vináttulandsleik ytra.
San Marínó er slakasta landslið Evrópu en liðið er á botni heimslistans og var aldrei líklegt til árangurs gegn íslenska liðinu.
Ísland gerði ellefu breytingar á liði sínu frá jafnteflinu við Albaníu og skilaði það sér í naumum sigri.
Aron Elís Þrándarson var með fyrirliðabandið í dag og skoraði hann eina mark leiksins á 11. mínútu fyrri hálfleik.
Heilt yfir var frammistaða íslenska liðsins ekki sannfærandi og má segja að hún hafi valdið töluverðum vonbrigðum.
San Marínó spilaði ágætis leik í síðari hálfleik og munaði oft ekki miklu að liðið myndi jafna metin.