Jack Wilshere, sem gekk fyrr á árinu til liðs við danska úrvalsdeildarfélagið AGF, segist hafa verið viku frá því að leggja knattspyrnuskóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla þegar að kallið frá Danmörku kom.
Wilshere gekk til liðs við AGF eftir tilstuðlan Roy Hodgson sem hafði góðar tengingar inn í félagið. Bretinn hafði verið án félags síðan að hann yfirgaf Bournemouth í júlí í fyrra. Hann spilaði 14 leiki fyrir AGF á nýafstöðnu tímabili og gaf í þeim leikjum tvær stoðsendingar.
😳 “I was probably a week away from stopping [my playing career].”
🤝 “The move was actually set-up by Roy Hodgson… he’d managed the manager who was at @AGFFodbold.”
Jack Wilshere reveals that he was a week away from 𝙧𝙚𝙩𝙞𝙧𝙞𝙣𝙜 when his shock move to Denmark came about. pic.twitter.com/ftYF7Jtmdk
— talkSPORT (@talkSPORT) June 9, 2022