Conor Roberts leikmaður Burnley var ekki skemmt þegar liðsfélagi hans Wout Weghorst skoraði sigurmark fyrir Holland gegn Wales í gær.
Liðin mættust í Þjóðadeildinni en Roberts og Wout Weghorst féllu með Burnley úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum.
Hollenski framherjinn var keyptur í janúar og átti að bjarga liðinu frá falli en hann skoraði aðeins tvö mörk í 20 leikjum.
„Af hverju gerðir þú ekki þetta fyrir Burnley?,“ öskraði reiður Roberts á Weghorst eftir að hann skoraði sigurmarkið.
Weghorst var nokkuð brugðið við þetta og svaraði. „Þegiðu, þetta snýst ekki um Burnley.“
Atvikið má sjá hér að neðan en Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður Burnley.
Connor Roberts after Weghorst’s last minute winner: “Why couldn’t you do that for Burnley?”
Weghorst: “This isn’t about Burnley. Shut up.”pic.twitter.com/oS1fTg21by
— Not Match of the Day (@NOT_MOTD) June 9, 2022