Liverpool hefur staðfest að framherjinn Divock Origi fari frítt frá félaginu þegar samningur hans rennur út í lok mánaðar.
Að auki fara þeir Loris Karius, Sheyi Ojo og Ben Woodburn frítt frá félaginu. Þeim stóð ekki til boða að fá nýjan samning.
Karius hefur ekki verið í náðinni eftir fræg mistök sínum í úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2018.
Þeir Elijah Dixon-Bonner, Luis Longstaff og Sean Wilson sem voru í unglingaliðum félagsins fá heldur ekki lengri samninga.
Origi er stærsta nafnið en hann er sagður vera að skrifa undir hjá AC Milan.