fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Rússnesk útvarpsstöð spilaði úkraínska þjóðsönginn eftir netárás

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 9. júní 2022 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska útvarpsstöðin Kommersant FM var hökkuð á miðvikudaginn og var snarlega slökkt á útsendingunni þegar þjóðsöngur Úkraínu auk laga sem mótmæltu innrás Rússlands byrjuðu að spilast. Moscow Times greindi frá þessu.

„Útvarpsstöðin hefur verið hökkuð. Netstreymið kemur bráðum aftur,“ sagði Kommersant í færslu á VK-síðu stöðvarinnar sem er rússneskur samfélagsmiðill.

Eitt laganna sem spiluð voru var lagið „Við þurfum ekki stríð“ eftir hljómsveitina Nogu Svelo! sem er rússnesk rokkhljómsveit. Í textanum má meðal annars finna vitnun í utanríkisráðherra Rússlands Sergei Lavrov sem má þýða sem: „Harður gaur stendur við orð sín.“

„Pútín er ennþá rasshaus“

Rússneskar sjónvarpsstöðvar hafa einnig verið hakkaðar og hakkarar tóku niður rússnesku útgáfuna af YouTube. Ekki er víst hver stóð að þessari árás en hakkarahópurinn Anonymous hefur lýst yfir stríði á hendur Rússlands vegna innrás þess inn í Úkraínu og hefur áður staðið að árásum gegn Kommersant.

Anonymous hefur einnig haft ríkisrekna miðla að skotmarki. „Úkraínumenn, við höfum ekki gleymt ykkur. Pútín er ennþá rasshaus og við erum ennþá að vinna að stærstu hakkaðgerð sem Anonymous hefur nokkurn tímann tekið að sér,“ sagði hakkarahópurinn í færslu á Twitter-síðu þeirra.

Kommersant er í eigu rússneska auðjöfursins Alísjer Úsmanov sem er sagður góðvinur Vladímírs Pútíns

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld
Pressan
Fyrir 6 dögum

Merk uppgötvun neðansjávar

Merk uppgötvun neðansjávar