fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

„Hann bauð kennaranum mínum góða nótt og skaut hana í höfuðið“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. júní 2022 05:39

Miah Cerrillo ávarpaði þingnefndina í gær. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann bauð kennaranum mínum góða nótt og skaut hana í höfuðið.“ Þetta sagði Miah Cerrillo, 11 ára, í gær þegar hún ávarpaði US House Oversight Committee. Miah lifði blóðbaðið í Robb grunnskólanum í Uvalde í síðasta mánuði af með því að maka blóði vinar síns á sig og þykjast vera dáin.

Miah og foreldrar margra fórnarlamba byssumanna í nýlegum fjöldamorðum hafa borið vitni fyrir þingnefndinni að undanförnu en í henni sitja fulltrúar úr Demókrataflokknum og Repúblikanaflokknum. Þeir reyna nú að ná saman um breytingar á vopnalöggjöfinni.

Ávarp Miah hafði verið tekið upp fyrir fram en faðir hennar var viðstaddur fund þingnefndarinnar þegar upptakan var leikin.

„Hann bauð kennaranum mínum góða nótt og skaut hana í höfuðið. Síðan skaut hann sum bekkjarsystkini mín og töfluna. Hann skaut vin minn, sem var við hliðina á mér . . . ég hélt að hann myndi koma aftur inn í stofuna. Ég tók blóðið og makaði því á mig,“ sagði hún og lýsti því hvernig hún hefði makað blóðinu á sig og þóst vera dáin til að lifa árásina af. Hún sagðist óttast að ofbeldi af þessu tagi geti aftur átt sér stað í skólanum.

19 skólasystkini hennar voru myrt og tveir kennarar.

Foreldrar eins af látnum börnunum ræddu einnig við þingnefndina í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist