Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks og U21 landsliðs Íslands, er í hjartarannsókn eftir að hafa fundið fyrir þyngslum í brjósti í leik Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni EM á Víkingsvellinum í kvöld.
Ísak var í byrjunarliðinu en fór af velli þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Ísland vann leikinn 3-1 og kom sér í ágæta stöðu fyrir lokaumferðina í riðlinum.
Fyrrum Norwich maðurinn gekk til liðs við Breiðablik á árinu og hefur farið frábærlega af stað með Blikum í Bestu deild karla í sumar en hann er markahæsti leikmaðurinn í deildinni með níu mörk í átta leikjum.
Helvítis boltinn maður🏥 pic.twitter.com/E4E5kA8Xua
— Ísak Snær Þorvaldson (@isaks10) June 8, 2022