fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Sigmundur tók upp vasaúr og greindi frá 30 afrekum ríkisstjórnarinnar – „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. júní 2022 21:25

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var með líflega ræðu í eldhúsdagsumræðum Alþingis kvöld. Í upphafi ræðunnar tók Sigmundur upp vasaúr og sagðist ætla að reyna að telja upp 30 afrek ríkisstjórnarinnar á sex mínútum.

Þessi langi afrekalisti virðist ekki glæsilegur að mati Sigmundar. Hann sagði meðal annars: „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld. Fyrir vikið þarf fólk í auknum mæli að neyta matar með viðarflísum. Þar með var þróunin á því sviði færð aftur fyrir bronsöld.“

Sigmundur segir ríkisstjórnina hafa tekið U-beygju í bankamálum, hann segir hana hafa skilað einum banka til vogunarsjóða og einkavætt annan án þess að nota tækifærið til að endurskipuleggja fjármálakerfið í þágu almennings og fyrirtækja.

„Ríkisstjórnin tók að sér að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík um Borgarlínu án þess að nokkur hefði hugmynd um hvað framkvæmdin myndi kosta, hvað þá reksturinn,“ sagði Sigmundur enn fremur.

Hann segir ríkisstjórnina hafa sýnt sjálfstætt starfandi aðilum í heilbrigðisþjónustu fjandskap og jafnvel sjálfboðaliðasamtökum. Hún hafi hins vegar unnið að fordæmalausri samþjöppun kerfisins. „Biðlistar lengjast og í vikunni birti Ríkisendurskoðun algjöran áfellisdóm yfir frammistöðu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum, m.a. vegna andstöðu við sjálfstætt starfandi heilbrigðistarfsfólk og stofnanir eins og SÁÁ,“ sagði Sigmundur.

Fóstureyðingar og hælisleitendur

Sigmundur er ósáttur við stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi fæðingarrof. Um þetta sagði hann orðrétt: „Upp úr þurru ákvað ríkisstjórnin að setja heimsmet í hversu lengi mætti eyða fóstri. Forsætisráðherra sagði svo ítrekað að ganga ætti miklu lengra og leyfa fóstureyðingar fram að fæðingu barns. Hinir flokkarnir létu sig hafa það.“

Hann telur ennfremur málefni hælisleitenda vera í ólestri og umsóknir um hæli séu allt of margar: „Ríkisstjórnin hefur ítrekað slegið Norðurlandamet í hælisumsóknum þrátt fyrir að Ísland sé fjarlægasti áfangastaðurinn. Það bitnar á getu okkar til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda, m.a. Úkraínumönnum nú, eins og dómsmálaráðherra viðurkenndi.“

Sigmundur sagði að báknið þendist sífellt út og ríkisstjórnarflokkarnir hefðu þá einu hugsjón að halda völdum. Hann endaði ræðu sína á þessum orðum:

„Með þessari stjórn fengum við köttinn í sekknum. Því má segja um hana eins og sungið var um jólaköttinn. Út með þessa stjórn, hún hefur unnið heljarmikið tjón.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar