fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Þingmaður Framsóknarflokksins kallar eftir fleiri virkjunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. júní 2022 20:22

Ingibjörg Isaksen. Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þar sem vorþing er á enda og sumarfrí Alþingis framundan þá standa yfir eldhúsdagsumræður á Alþingi. Er þeim sjónvarpað beint á RÚV að vanda.

Meðal þeirra þingmanna sem flytja ræðu í kvöld er Ingibjörg Isakesen sem talar fyrir Framsóknarflokkinn. Ingibjörg segir að nauðsynlegt sé að virkja meira. Segir hún að staðan í orkumálum þjóðarinnar hafi verið sér sérstaklega hugleikin. Forðast hafi verið að ræða orkumál og það hafi leitt til stöðnunar. Hún segir að það sé Alþingis að standa vaktina að ná kolefnishlutleysi. Það þurfi fjölbreyttar lausnir í orkumálum, nýjar virkjanir og styrking núverandi virkjana. Nauðsynlegt sé að gefa út ný virkjanaleyfi, því vernd og virkjun geti haldist í hendur.

Ingibjörg segir að nægar orkulindir séu á Íslandi sem hægt sé að að nýta í sátt við náttúruna, enda um græna orku að ræða. Segir hún ríkið stíga mikilvægt skref í að beisla vindorku meira en áður. Segir hún Íslendinga geta verið stolta af því hve hlutfall grænnar orku sé hátt hér. Mikil atvinnu- og uppbyggingartækifæri séu til staðar.

Ingibjörg segir að innrás Rússa í Úkraínu hafi ógnað fæðuöryggi. Verðhækkanir á aðföngum séu grafalvarlegt mál og geti leitt til þess að framboð á innlendri vöru dragist saman og að fæðuöryggi verði í hættu. Bregðast þurfi við þessu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur