Landsliðshópur kvenna fyrir Evrópumótið sem hefst í júlí verður kynntur síðdegis á laugardag, áður var áætlað að hópurinn yrði kynntur á föstudag.
Hópurinn verður því kynntur á miðlum KSÍ kl. 13:00 sama dag og fjölmiðlafundur verður haldinn kl. 15:00.
„Í ljósi þess að 8-liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna fara fram á föstudag hefur KSÍ ákveðið að koma til móts við ábendingar félaga og færa fjölmiðlafund vegna kynningar á hóp A kvenna fyrir lokakeppni EM 2022 yfir á laugardaginn 11. júní,“ segir í tilkynningu KSÍ.
Mikil eftirvænting er fyrir hópnum en íslenska liðið undir stjórn Þorsteins Halldórssonar er til alls líklegt á EM í Englandi.