West Ham er tilbúið að hlusta á tilboð í Said Benrahma í sumar til þess að búa til pláss fyrir Jesse Lingard.
Benrahma kostaði West Ham 30 milljónir punda en félagið keypti hann í janúar á síðasta ári eftir hálfs árs lánsdvöl.
Benrahma sem er 26 ára gamall hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá West Ham sem byrjunarliðsmaður.
David Moyes vill fá Jesse Lingard aftur til félagsins en hann átti vel heppnaða lánsdvöl hjá West Ham.
Lingard er samningslaus og skoðar þá kosti sem hann hefur áður en hann tekur ákvörðun.