Getafe stendur til boða að semja við Gareth Bale nú þegar samningur hans við Real Madrid er að renna út. Angel Torres forseti Getafe segir frá.
Getafe er staðsett í Madríd og því má leiða að því líkum að kantmaðurinn knái frá Wales vilji áfram búa í höfuðborg Spánar.
Bale hafði íhugað að hætta í fótbolta en Wales er komið á HM í Katar undir lok árs og vill kappinn því halda áfram.
„Ég fékk símtal áðan og okkur var boðið að semja við Gareth Bale. Ég ræddi við umboðsmenn hans,“ sagði Angel.
Bale er 32 ára gamall en síðustu ár hjá Real Madrid hafa reynst honum erfið, á tímabilinu á undan var hann lánaður til Tottenham og átti fína spretti.