Liverpool hefur hafnað öðru tilboði frá FC Bayern í Sadio Mane og samkvæmt The Times finnst félaginu tilboðið vera hlægilegt.
Mane vill fara frá Liverpool í sumar en þessi þrítugi leikmaður hefur áhuga á að fara til Bayern.
Bayern bauð 21 milljón punda í fyrsta tilboði og 4,6 milljónir punda í bónusa. Því tilboði var hafnað.
Liverpool fékk svo annað tilboð en þar vildi Bayern borga 23,5 milljón pudna og 6,5 milljónir punda í bónusa.
Þetta var ekki nóg til að heilla forráðamenn Liverpool sem vilja miklu hærri upphæð fyrir Mane.