Emerson Royal einn af bakvörðum Tottenham lenti í óskemmtilegri reynslu þegar ráðist var á hann með byssu á næturklúbb í heimalandinu, Brasilíu. Atvikið átti sér stað í síðustu viku
Lögreglan hleypti af skotum en atvikið átt sér stað árla morguns. Royal sem er 23 ára gamall var að ganga út af næturklúbbnum þegar ráðist var á hann með byssu
„Á þessu augnabliki tók guð völdin í sínar hendur. Mér leið eins og ekkert væri að fara að gerast, ég bað árásarmanninn í upphafi um að róa sig og ég ætlaði að gefa honum það sem hann bað um,“ sagði Emerson.
Árásarmaðurinn vildi ólmur fá úrið sem Emerson var með þetta kvöld en hann áttaði sig fljótt á því að hann vildi meira.
„Þegar ég lét hann fá úrið þá sá ég í augum hans að hann vildi eitthvað meira. Hann gekk í burtu með úrið og tók upp byssuna til að skjóta. Þegar hann var að fara að skjóta mig þá ýtti ég í hann og skotið fór beint upp í loftið.“
„Hann missti jafnvægið þegar ég ýtti í hann og lögreglan hóf að skjóta á hann. Það voru 15 einstaklingar á þessu litla torgi og hann byrjaði að skjóta á fullu, hann hitti engan í 19 tilraunum.“
„Þarna hefði ég getað dáið, ég þarf að passa mig betur en ég hef náð innri frið.“