Fraser Forster hefur skrifað undir tveggja ára samning við Tottenham en hann kemur á frjálsri sölu frá Southampton.
Þessi 34 ára gamli markvörður hefur í átta ár verið hjá Southampton en áður var hann hjá Newcastle, Norwich og Celtic.
Forster hefur spilað sex leiki fyrir enska landsliðið en sá síðasti kom árið 2016.
Hann verður varamarkvörður fyrir Hugo Lloris en Forster átti gott tímabil með Southampton og stóð sig vel.
Forster er annar leikmaðurinn sem Tottenham fær í sumar en áður fékk félagið Ivan Perisic frítt frá Inter.