Bryndís Jónsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá Heimili og skóla steig fram í viðtali á Vísir.is í gær og fordæmdi það að bjór væri nú til sölu á Laugardalsvelli.
Í fyrsta sinn á mánudag gat almenningur keypt sér bjór á landsleik þegar Ísland tók á móti Albaníu.
Þeir sem mættu á völlinn eru á einu máli að allt hafi farið vel fram en um alla Evrópu þekkist það að fólk fái sér bjór á knattspyrnuleik.
„Þetta er svona ákvörðun eða stefna sem mér finnst að við þurfum að taka hér. Hvaða ásýnd viljum við hafa á fótboltaleikjum og hvaða hópa viljum við fá til þess að mæta? Viljum við fá fjölskyldurnar, iðkendurna með foreldrum sínum eða viljum við hafa þetta bara eitt stórt partí?,“ sagði Bryndís við Vísir.is
Netverjar hafa brugðist við þessum orðum Bryndísar og vekja athygli á því að allt hafi farið vel fram.
Var á leiknum í gær og fékk mér einn bjór í hvorum hálfleik. Sá ekki vín á nokkurri manneskju. Þau sem vilja vera full á fótboltaleik láta ekki KSÍ stýra hvort þau geti látið af því verða eða ekki.
— Jón Kaldal (@jonkaldal) June 7, 2022
Nokkuð óvænt take hjá Bryndísi, hún virkar svo hress og skemmtileg eitthvað. pic.twitter.com/VUVuxaMxo4
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) June 7, 2022
Samkvæmt fréttum var bara alls ekkert vesen á áhorfendum vegna ölvunar. Það er ekki samasem merki á milli þess að selja bjór á vellinum og að fólk muni gjörsamlega hrynja í það. Neytendur kölluðu eftir þessu og eftirspurninni var svarað.https://t.co/xhmmH8z7NH
— Ingveldur Anna (@ingvelduranna97) June 7, 2022
Bæði sko. Það er alveg hægt.https://t.co/2omsTg455V
— Thorir Hakonarson (@THakonarson) June 7, 2022
Nei, alls ekki pic.twitter.com/SCvEmVdyE7
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) June 7, 2022
Jarðtengingu takk. 🍺https://t.co/eZMfvh2OGw
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) June 7, 2022