Jude Bellingham miðjumaður enska landsliðsins og Dortmund fékk eitthvað í magann þegar liðið mætti Þýskalandi í Þjóðadeildinni.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Jonas Hofmann kom Þjóðverjum yfir þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. England setti pressu á heimamenn eftir markið og uppskáru víti á lokamínútunum þegar Harry Kane féll við í teignum.
Bellingham sem kom inn sem varamaður fékk einhverja magapest og kastaði upp á miðjan völlinn.
Sjón er sögu ríkari.
Just Jude Bellingham watering the grass in Munich 😂 pic.twitter.com/Oj26Rya0cE
— Football Transfers (@Transfersdotcom) June 8, 2022