fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Laun nýs bæjarstjóra Garðabæjar vekja reiði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. júní 2022 08:57

Almar Guðmundsson hefur ágæt laun í Garðabæ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær samþykkti Bæjarráð Garðabæjar launakjör nýs bæjarstjóra Almars Guðmundssonar. Grunnlaun Almars eru 2,5 milljónir króna sem minnihlutinn í bænum var afar ósáttur með enda telja þau launin úr takti við alla launaþróun. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Í fréttinni kemur þó fram að laun Almars séu 20% lægri en laun fráfarandi bæjarstjóra. Gunnars Einarssonar en í frétt Fréttablaðsins kemur fram að laun Gunnars í maí hafi verið 3.045.542 krónur. Auk þess var hann með bíl til umráða. Launakjör Gunnars hafa löngum valdið deilum og var meðal annars bent á að þau væru hærri en launakjör borgastjóra New York á sínum en sá samanburður vakti mikla athygli.

Auk 2,2 milljóna grunnlauna fær Almar  bílastyrk upp á um 105 þúsund krónur á mánuði, 270 þúsund á mánuði fyrir setu sem bæjarfulltrúi og síðan um 230 þúsund krónur á mánuði fyrir setu í stjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðisins. Allt í allt eru laun nýja bæjarstjórans því rúmlega 2,7 milljónir króna á mánuði.

„Þetta er ekki í takti við launaþróun í landinu. Þá viljum við sjá faglegir og meira gagnsæi í ráðningasamningum. Það er magnað að ekkert sé um hæfi bæjarstjóra í ráðningu en svo gera sveitarfélög allar mögulegar kröfur á aðrar stjórnendastöður. Það er bara tímaspursmál hvenær þessu verður breytt og menn þori að taka einhver skref í þessa átt“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn í samtali við DV.

Hún bendir á að lækkunin sem Almar er að taka á sig snýr fyrst og fremst að því að Garðabær skaffar ekki lengur bílinn en að innifalinn sé 800 km á mánuði í akstur. „Það má spyrja hvert er maðurinn að fara? Hann er 1 mín til vinnu af hverju eru launin ekki bara hækkuð sem því nemur í stað þess að vera með þessa sýndarmennsku,“ spyr hún?

Fréttablaðið hefur eftir Björgu Fenger, formanni bæjarráðs Garðabæjar, að bærinn sé að sýna gott fordæmi með því að lækka laun bæjarstjóra. Þá segir hún starfslýsingu bæjarstjóra skilgreinda í lögum og í samþykktum um stjórn Garðabæjar. Þar komi fram hvað er ætlast til af bæjarstjóra,

Hér má kynna sér launasamning bæjarstjóra Garðabæjar

Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Viðreisnar Mynd/aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán