fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Nýtt lyf virkar vel gegn offitu – Misstu allt að fjórðung líkamsþyngdarinnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. júní 2022 06:45

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sykursýkislyfið Tirzepatide fékk nýlega markaðsleyfi hjá bandarísku lyfjastofnuninni, US Food and Drug Administration. Það er notað við sykursýki 2 hjá fullorðnum. En lyfið getur hjálpað fólki, sem ekki er með sykursýki, við að léttast.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að lyfið hafi verið gefið fólki, sem er ekki með sykursýki, í þremur mismunandi skömmtum: 5, 10 og 15 milligrömmum.

Þeir þátttakendur sem glímdu við offitu og fengu 5 milligrömm léttust að meðaltali um 16 kíló. Þeir sem fengu 10 milligrömm léttust að meðaltali um 22 kíló og þeir sem fengu 15 milligrömm léttust að meðaltali um 23,6 kíló.

Meðalþyngd þátttakendanna var 104 kíló þegar tilraunin hófst og meðal BMI-stuðull þeirra 38. Auk þess að fá lyfið, sem þeir sprautuðu sig sjálfir með, fengu þeir ráðgjöf um hollara mataræði þar sem dagleg neysla var minnkuð um 500 hitaeiningar. Einnig reyndu þátttakendurnir á sig í 150 mínútur, hið minnsta, í viku hverri.

Dr. Ania Jasterboff, einn höfunda rannsóknarinnar, sagði að tæplega 40% þátttakenda hafi misst fjórðung líkamsþyngdar sinnar.

Dr. Robert Gabbay, aðallæknisfræðilegur ráðgjafi bandarísku sykursýkissamtakanna, American Diabetes Association, sagði í samtali við CNN að niðurstöðurnar séu mjög sannfærandi. Þyngdartap þátttakendanna hafi verið mun meira en sést hefur í fyrri rannsóknum á sykursjúku fólki. Hann sagði að miðgildi þyngdartaps þátttakenda hafi verið 22 kíló og það sé mikið. „Þetta er þyngdartap sem við teljum yfirleitt aðeins mögulegt með skurðaðgerð,“ sagði hann. Hann sagði að aukin hreyfing og minni hitaeininganeysla hafi örugglega hjálpað fólkinu að léttast en skýri ekki alfarið hið mikla þyngdartap.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu The New England Journal of Medicine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá