fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fókus

Matur&heimili: Skógarböðin hjá Akureyri heimsótt

Fókus
Þriðjudaginn 7. júní 2022 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þátturinn Matur & heimili, í umsjón Sjafnar Þórðar, er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 19 og aftur kl. 21.

Að þessu sinni heimsækir Sjöfn Skógarböðin sem staðsett eru skammt frá Akureyri. Hittir hún Tinnu Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra baðanna, og fær að heyra um tilurð þeirra og hvað þarna er í boði. Tinna segir að aðaleigendurnir, hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer, séu búin að vera með hugmyndina í maganum í þó nokkurn tíma, en þó sé innan við ár frá því framkvæmdir við húsið hófust.

„Skógarböðin eru hönnuð af Basalt arkitektum sem einnig hönnuðu Bláa lónið og Sjóböðin á Húsavík í samráði við eigendurna sem einnig komu með margar góðar hugmyndir í sarpinn,“ segir Tinna. Segir hún mikla ánægju ríkja með heildarútkomuna á hönnuninni.

„Í lóninu er stór laug, önnur minni, kaldur pottur og sauna. Auk þess má finna þar tvo bari í laugunum. Fólk getur setið hérna og legið og notið stórfenglegs útsýnis yfir fjörðinn og yfir Akureyri. Tengst náttúrunni hérna á fallegan hátt,“ segir Tinna full tilhlökkunar fyrir sumrinu og því sem framundan er í Skógarböðunum.

Gistiheimilið Ásar

Steinsnar frá Akureyri reka hjónin Hrefna Laufey Ingólfsdóttir og Árni Sigurðssonar húsasmíðameistari gistiheimilið Ása. Gistiheimilið er staðsett á fallegum stað í Eyjafirðinum þar sem mikil veðursæld ríkir. Hrefna leggur mikla ástríðu og natni starf sitt að taka á móti gestum og er sérstaða hennar morgunverðurinn, sem á sér engan sinn líka.

„Hér líður mér best, eldhúsið er minn staður og mér þykir skipta miklu máli að taka vel á móti gestum okkar,“ segir Hrefna og bætir við að hún elski hreinlega að vera í eldhúsinu að framreiða heimagerðar kræsingar og dekka upp fallegt morgunverðarborð.

 

Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:

Matur og heimili: Stikla 7. júni 2022 - Gistiheimilið Ásar og Skógarböðin
play-sharp-fill

Matur og heimili: Stikla 7. júni 2022 - Gistiheimilið Ásar og Skógarböðin

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Tilkynning: Við erum að flytja heim!“ 

„Tilkynning: Við erum að flytja heim!“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristín Sif er stolt af sínum manni: „Mig langar aðeins að tala um hvað ég sá bak við tjöldin“

Kristín Sif er stolt af sínum manni: „Mig langar aðeins að tala um hvað ég sá bak við tjöldin“
Hide picture