fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Áhrifavaldur látinn „hverfa“ vegna myndbands um ís

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 7. júní 2022 17:00

Skjáskot af YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk yfirvöld hafa í gegnum tíðina barist harkalega við það að bæla niður allar upplýsingar um atburði hins örlagaríka 4. júní 1989, þegar yfirvöld bældu niður stúdentamótmæli fyrir auknu lýðræði á Torgi hins himneska friðar í Peking með skriðdrekum og vopnuðum hermönnum. Óvíst er hve margir létu lífið en talið er að allt frá 180 og upp í rúmlega tíu þúsund manns hafi látið lífið þann dag.

Vinsæll kínverskur áhrifavaldur virðist hafa lent í ritskoðunarteymi ríkisstjórnarinnar. Streymi Li Qiagi á afmæli hamfaranna datt fyrirvaralaust út aðeins mínútum eftir að hann sýndi áhorfendum ís sem leit út eins og skriðdreki, með dekk í formi smákaka og fallbyssan í formi súkkulaðistangar, samkvæmt Fortune.

Í skilaboðum sem hann birti á Taobao-síðuna sína, sem er eins konar sölusíða, kenndi Li tækniörðugleikum um en síðan kom ekkert streymi á sunnudaginn. Skyndileg lok streymisins á föstudaginn skildu milljónir aðdáenda hans eftir glórulaus um hvað hafði gerst.

Áform ritskoðenda virðast hafa mistekist

Flestir 170 milljóna fylgjenda Li á samfélagsmiðlinum Weibo fæddust eftir 1989 og tengdu ekki hvarfið við skriðdrekalaga ísinn. Ritskoðendur á vegum kínverskra yfirvalda eyða öllu tali og myndum sem tengjast morðunum á dögunum í kringum afmælið.

Li sjálfur fæddist árið 1992 og ekki er víst hvort hann hafi gert sér grein fyrir því að skriðdrekaísinn þætti vandamál. CNN greinir frá því að í spjallþráðum á Weibo hafi áhorfendur komist framhjá eldveggnum, sem kínverska ríkisstjórnin notar til að tryggja stjórn á upplýsingaflæði innan landsins, og komist að meiru um atburði ársins 1989 þegar þeir reyndu að komast til botns í hvarfi Li.

Svo virðist sem áform ritskoðenda kínverska ríkisins hafi mistekist svo harkalega að með því að bæla niður upplýsingar um mótmælin hafi þau í raun vakið meiri athygli á þeim meðal kínverskra netverja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi