fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Læknir varar við – Ef þú kúkar ekki nógu oft getur það haft alvarlegar afleiðingar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 11. júní 2022 16:30

Það er ekki hættulegt fyrir augun að glápa á skjáinn löngum stundum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu oft á maður eiginlega að fara á klósettið? Flestir fara eflaust bara á klósettið þegar náttúran kallar og velta þessu ekki meira fyrir sér. Þetta er heldur ekki eitthvað sem fólk þyrstir í að ræða við matarborðið.

En kannski ætti þetta ekki að vera neitt feimnismál því allir þurfa að gera númer eitt og tvö og flestir gera þetta daglega. Fáir komast í gegnum heilan dag án þess að kasta af sér vatni en sumir komast í gegnum heilan dag og jafnvel nokkra daga án þess að hafa hægðir.

Martin Veysey, læknir, segir að það skipti ekki máli hversu oft fólk gerir númer tvö, það sé ekki eitthvað eitt mynstur sem sé réttara en annað. En eitt er þó mikilvægt þegar kemur að tíðni klósettferða að hans sögn.

Ladbible segir að hann hafi útskýrt þetta nánar og sagt að flestir hafi hægðir allt frá nokkrum sinnum á dag til þess að hafa þær aðeins á fjögurra daga fresti. Það sem er mikilvægt að hans sögn er að „hafa hægðir“ þegar maður finnur þörf fyrir að gera það.

Hann sagði mjög mikilvægt að fólk haldi ekki í sér. Það sé sérstaklega skaðlegt fyrir þá sem eru með langan „flutningstíma“ en það er tíminn sem líður frá því að matar er neytt þar til hann skilar sér út sem hægðir. Hann sagði einnig að það að finna skyndilega þörf til að hafa hægðir sé merki um langan „flutningstíma“ og að ástandið versni bara ef fólk heldur í sér.

„Að venja sig á að fresta þessu hefur í för með sér að maturinn er lengur í líkamanum en hann ætti að vera. Flutningstíminn verður lengri og lífsgæðin versna. Að meðaltali framleiðum við sex tonn af kúk á ævinni. Hann samanstendur af vatni, bakteríum, efnum sem innihalda köfnunarefni, kolvetnum, ómeltum jurtatrefjum og fitu. Þeim mun lengur sem þessi blanda er inni í okkur, þeim mun meiri líkur eru á að hún gerjist eða verði brotin niður,“ sagði hann.

Hann sagði að það geti aukið líkurnar á ristilkrabbameini, gallsteinum og gyllinæð að halda í sér.

Ef fólk vill kanna hver flutningstíminn er frá inntöku matar þar til hann skilar sér út þá er að sögn Veysey hægt að borða lófafylli af maískjörnum og síðan fylgjast með hvenær þeir koma út. Hann sagði að 8 til 24 klukkustundir ættu að líða þar til þeir skila sér út. Ef lengri tími líður sé hugsanlegt að einhver vandræði séu með flutningstímann og hugsanlega þurfi að leita til læknis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar