Erling Braut Haaland er á leið til Manchester City frá Borussia Dortmund. Aðeins á eftir að opinbera skiptin formlega en City hefur þegar gefið út að þau séu yfirvofandi.
Haaland var í eldlínunni með norska landsliðinu í kvöld. Hann skoraði tvö mörk í 1-2 sigir Noregs gegn Svíum.
Eftir leik setti Haaland myndband á Twitter þar sem mátti heyra lagið Wonderwall með Oasis undir.
Oasis og Manchester City tengjast sterkum böndum en Liam og Noel Gallagher eru harðir stuðningsmenn félagsins.
Erling Haaland, Man City mood after scoring with Norway… all contracts are signed since two weeks, it’s just matter of time for the final club announcement ⭐️🔵 #MCFC
Here @ErlingHaaland’s story 🎥⤵️pic.twitter.com/8aW4OTUptB
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 5, 2022