Argentína og Eistland mættust í vináttulandsleik á Spáni í kvöld.
Fyrrnefnda liðið vann 5-0 stórsigur. Leiksins verður þó án efa minnst fyrir snilli Lionel Messi á vellinum í kvöld. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði öll mörk Argentínu.
Mörkin hans Messi í leiknum má öll sjá á meðfylgjandi myndbandi.